Lífið

Íslendingar spólgraðir eftir sigurinn í Nice: Met í mænudeyfingum níu mánuðum síðar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það hefur verið fjör víða 27. júní.
Það hefur verið fjör víða 27. júní.

Þann 27. júní 2016 sló íslenska landsliðið í knattspyrnu enska landsliðið úr keppni í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi og gleyma líka Íslendingar aldrei þeim degi.

Ísland lenti 1-0 undir í leiknum en strákarnir okkar komu til baka og unnu leikinn með mörkum frá Ragnari Sigurðssyni og Kolbeini Sigþórssyni.

Nú akkúrat níu mánuðum var slegið met í fjölda mænudeyfinga á fæðingardeild Landspítalans. Því má draga þá ályktun að þetta kvöld hafi verið nóg að gera hjá íslenskum pörum. Ásgeir Pétur, læknir, var á vaktinni um helgina.

„Sett var met í fjölda mænudeyfinga á fæðingarvakt um helgina - níu mánuðum eftir 2-1 sigurinn á Englandi,“ segir Ásgeir Pétur í færslu á Twitter.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.