Enski boltinn

Collymore segir að Gylfi sé vanmetnastur í ensku úrvalsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi á sér marga aðdáendur.
Gylfi á sér marga aðdáendur. vísir/getty
Stan Collymore, fyrrverandi framherji Nottingham Forest, Liverpool og fleiri liða, segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé vanmetnasti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.

Collymore gaf notendum Twitter tækifæri á að senda sér spurningar í kvöld. Hann var m.a. spurður að því hver væri vanmetnasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Collymore svaraði Gylfi Sigurðsson og bætti því við að íslenski landsliðsmaðurinn hafi loksins fengið þá athygli sem hann á skilið á þessu tímabili og væri frábær miðjumaður.

Gylfi er stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur lagt upp 11 mörk í vetur.

Gylfi hefur einnig skorað átta mörk og hefur því komið með beinum hætti að 19 af 36 mörkum Swansea í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×