Körfubolti

Setti niður fjórar þriggja stiga körfur og vann bíl

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það vantar ekki að það rigni þriggja stiga körfum á heimavelli Golden State Warriors og nú eru stuðningsmenn liðsins farnir að haga sér eins og Steph Curry.

Í vikunni gerði einn stuðningsmaður Warriors sér lítið fyrir og vann eitt stykki bíl á heimavelli liðsins.

Hann þurfti að setja niður fjórar þriggja stiga körfur á 30 sekúndum til þess að vinna bílinn. Það reyndist vera lítið mál.

Sjón er sögu ríkari en sjá má stuðningsmanninn vinna bílinn hér að ofan.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira