Körfubolti

Setti niður fjórar þriggja stiga körfur og vann bíl

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það vantar ekki að það rigni þriggja stiga körfum á heimavelli Golden State Warriors og nú eru stuðningsmenn liðsins farnir að haga sér eins og Steph Curry.

Í vikunni gerði einn stuðningsmaður Warriors sér lítið fyrir og vann eitt stykki bíl á heimavelli liðsins.

Hann þurfti að setja niður fjórar þriggja stiga körfur á 30 sekúndum til þess að vinna bílinn. Það reyndist vera lítið mál.

Sjón er sögu ríkari en sjá má stuðningsmanninn vinna bílinn hér að ofan.

NBA


Fleiri fréttir

Sjá meira