Viðskipti innlent

Hannes Smárason skipaður framkvæmdarstjóri

Anton Egilsson skrifar
Hannes Smárason er nýr framkvæmdarstjóri líftæknifélagsins WuXi NextCODE.
Hannes Smárason er nýr framkvæmdarstjóri líftæknifélagsins WuXi NextCODE. Mynd/Hörður
Hannes Smárason hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri líftæknifélagsins WuXi NextCODE. Áður sat Hannes í stjórn félagsins.  

Í frétt Viðskiptablaðsins um málið kemur fram að fyrirtækið hafi orðið til við sameiningu NextCODE, dótturfélags Íslenskrar erfðagreiningar, við félagið WuXi Genome Center. Það gerðist í kjölfarið á yfirtöku félagsins WuXi AppTec á NextCODE árið 2015 en kaupverðið hljóðaði upp á átta og hálfan milljarð króna.

Líftæknifélagið WuXi NextCODE er með starfsemi hér á landi auk þess að vera með starfsemi í Shanghai í Kína og í Massachusetts í Bandaríkjunum.

Hannes átti aðkomu að stofnun sprotafyrirtækisins NextCODE árið 2013. Þá hafði hann umsjón með því þegar sameining þess við Wuxi Genome Center átti sér stað og félagið WuXi NextCODE var sett á laggirnar.


Tengdar fréttir

Nextcode selt á 8,5 milljarða

Fyrirtækið WuXi PharmaTech hefur keypt íslenska erfðagreiningarfyrirtækið NextCode á 8,5 milljarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×