Innlent

Lægð nálgast landið í dag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lægðin fer norðaustur yfir landið í nótt með allhvassri norðvestanátt og éljum.
Lægðin fer norðaustur yfir landið í nótt með allhvassri norðvestanátt og éljum. vísir/vilhelm

Veðurstofa Íslands varar við stormi syðst á landinu í nótt. Lægð nálgast nú landið úr suðvestri með stífri austanátt og slyddu eða rigningu sunnan- og vestanlands, en snjókomu norðantil.

Lægðin fer norðaustur yfir landið í nótt með allhvassri norðvestanátt og éljum. Um tíma má búast við vestan stormi syðst á landinu. Dregur hægt úr vindi og éljum á morgun, en bætir aftur í vind og úrkomu suðvestantil annað kvöld. Fremur milt í dag, en kólnar á morgun. Víða frost annað kvöld, segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Þá varar Vegagerðin við hálku víða um land. Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum sem og sums staðar í uppsveitum. Annars eru vegir greiðfærir víða um sunnanvert landið. Hálkublettir eru á Grindavíkurvegi.

Hálka er á Holtavörðuheiði, Vatnaleið og Fróðárheiði en þar er einnig éljagangur. Hálkublettir á nokkrum vegum á Vesturlandi.

Hálka eða hálkublettir eru á sumum fjallvegum á Vestfjörðum en víðast er greiðfært á láglendi. Snjóþekja og éljagangur er á Klettshálsi.

Á Norður-  og Austurlandi er hálka og hálkublettir og jafnvel snjóþekja á fáförnum vegum og fjallvegum. Einnig éljar á Öxnadalsheiði. Krapi og þoka er með norðausturströndinni.

Hálkublettir eru á Suðausturlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira