Lífið

Tíu leiðir til að stunda magnað kynlíf ef þú ert með lítið typpi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Góðar lausnir.
Góðar lausnir.

Karlmenn hugsa gríðarlega mikið út í stærð getnaðarlims þeirra en sumar rannsóknir benda til þess að þrjátíu prósent karlmanna séu ósáttir við stærð typpisins.

Margir óttast að getnaðarlimur þeirra nái ekki að fullnægja bólfélaganum.

„Typpaskömm er raunveruleg tilfinning,“ segir David Veale, sálfræðingur við King´s Collega í London í samtali við LiveScience.

Samkvæmt rannsókn sem birtist í Journal of Sexual Medicine er meðalstærð getnaðarlima í heiminum um 14 sentímetrar í fullri reisn.

Töluvert margir eru fyrir neðan þá stærð en í grein sem birtist á vefsíðunni Life Buzz er farið vel yfir þær kynlífsstellingar sem eru góðar fyrir karlmenn með lítil typpi til að fullnægja bólfélaganum.

Þá er aðeins farið yfir stellingar þar sem karlmaður stundar kynlíf með konu. Efst í fréttinni er hægt að renna myndunum til hliðar og kynna sér 10 stellingar sem virka alltaf.
Fleiri fréttir

Sjá meira