Fótbolti

Buffon er hræddur við Leicester City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gianluigi Buffon.
Gianluigi Buffon. vísir/getty

Juventus og Leicester City komust áfram í 8-liða úrslit í Meistaradeildinni í gær og markvörður Juventus, Gianluigi Buffon, vill fyrir alla muni forðast að mæta Englandsmeisturum Leicester City í næstu umferð.

Þó svo það gangi ekkert hjá Leicester í ensku úrvalsdeildinni þá hefur allt gengið upp hjá liðinu í Meistaradeildinni. Ekki ólíkt síðasta tímabili er allt gekk upp hjá liðinu í úrvalsdeildinni.

„Hvaða liði vil ég helst ekki mæta næst? Leicester,“ sagði hinn magnaði markvörður Juventus, Buffon, og ljóst að stóru liðin eru farin að taka liðið alvarlega.

„Þetta er hættulegt lið sem spilar af mikilli ástríðu. Þeir geta sært öll lið sem taka frumkvæði í leikjum. Það væri allt að tapa fyrir okkur.“


Tengdar fréttir

Wes Morgan: Við gerðum hið ómögulega aftur

Wes Morgan, fyrirliði Leicester City, átti flottan leik í kvöld og var líka kátur eftir 2-0 sigur á Sevilla sem skilaði enska liðinu sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira