Innlent

Lögregla leitar enn að apóteksræningja

Benedikt Bóas skrifar
Vitni horfa á ræningjann ganga út úr apótekinu.
Vitni horfa á ræningjann ganga út úr apótekinu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn mannsins sem rændi apótek á Bíldshöfð í gær. Maðurinn huldi andlit sitt með hvítum Adidas bol var vopnaður hnífi og tókst að komast undan með lyf. Engan sakaði en starfsfólkinu var brugðið og var áfallateymi Rauða krossins var kallað út vegna málsins.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir um að hringja strax í lögreglu í síma 112. Ræninginn er sagður vera um 170 sm á hæð, grannvaxinn, klæddur í rauða peysu, gallabuxur og með húfu. Hann var með svartan bakpoka meðferðis.

Vitni sem sátu og drukku kaffi og borðuðu bakkelsi í Bakarameistaranum á meðan ránið átti sér stað kom á óvart hvað ránið fór í raun framhjá þeim. Þeir smelltu þó af mynd þegar hann gekk hröðum skrefum út. 
Fleiri fréttir

Sjá meira