Íslenski boltinn

ÍA enn með fullt hús stiga

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA
Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA vísir/ernir

ÍA lagði Þór Akureyri 3-2 í riðli 3 í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta í kvöld.

ÍA hefur unnið alla fjóra leiki sína í keppninni en Þór er með sex stig í þremur leikjum.

Stefán Teitur Þórðarson skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir ÍA en Gunnar Örvar Stefánsson jafnaði metin strax á þriðju mínútu seinni hálfleiks.

Mínútu síðar kom Albert Hafsteinsson ÍA yfir á ný. Steinar Þorsteinsson kom ÍA í 3-1 á 67. mínútu en ÍA lék manni færri síðustu 14 mínútur leiksins því Robert Jerzy Menzel fékk að líta rauða spjaldið.

Jón Björgvin Kristjánsson minnkaði muninn fyrir Þór í uppbótartíma en norðanmenn höfðu ekki tíma til að jafna metin.Fleiri fréttir

Sjá meira