Íslenski boltinn

ÍA enn með fullt hús stiga

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA
Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA vísir/ernir

ÍA lagði Þór Akureyri 3-2 í riðli 3 í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta í kvöld.

ÍA hefur unnið alla fjóra leiki sína í keppninni en Þór er með sex stig í þremur leikjum.

Stefán Teitur Þórðarson skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir ÍA en Gunnar Örvar Stefánsson jafnaði metin strax á þriðju mínútu seinni hálfleiks.

Mínútu síðar kom Albert Hafsteinsson ÍA yfir á ný. Steinar Þorsteinsson kom ÍA í 3-1 á 67. mínútu en ÍA lék manni færri síðustu 14 mínútur leiksins því Robert Jerzy Menzel fékk að líta rauða spjaldið.

Jón Björgvin Kristjánsson minnkaði muninn fyrir Þór í uppbótartíma en norðanmenn höfðu ekki tíma til að jafna metin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira