Fótbolti

Emil lék allan leikinn í sigri Udinese

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Emil lék allan leikinn í öruggum sigri.
Emil lék allan leikinn í öruggum sigri. vísir/getty

Emil Hallfreðsson var að vanda í byrjunarliði Udinese sem lagði Palermo 4-1 á heimavelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag.

Palermo náði foyrstunni á 12. mínútu en Cyril Thereau jafnaði metin rétt fyrir hálfleik.

Daniel Zapata kom Udinese yfir á 60. mínútu og átta mínútum síðar jók Rodrigo de Paul forystuna.

Jakub Jankto gerði út um leikinn tíu mínútum fyrir leikslok.

Emil stóð fyrir sínu að vanda á miðju Udinese og fékk að líta gula spjaldið á 72. mínútu.

Udinese lyfti sér upp í 12. sæti með sigrinum þar sem liðið er með 36 stig í 13 leikjum. Palermo er í 18. sæti, fallsæti, með 15 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira