Íslenski boltinn

Valur með fjórða sigurinn í röð

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Nikolaj Hansen skoraði síðara mark Vals.
Nikolaj Hansen skoraði síðara mark Vals. vísir/anton

Valur er með fullt hús stiga á toppi riðils 3 í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta eftir 2-1 sigur á Víkingi Ólafsvík í kvöld.

Valur og íA eru bæði með 12 stig toppi riðilsins en Valur með betri markatölu. Víkingur Ó. er með 3 stig í fjórum leikjum.

Nicolas Bogild kom Val yfir á 24. mínútu eftir sendingu frá Bjarna Ólafi Eiríkssyni og staðan í hálfleik 1-0.

Nikolaj Hansen bætti öðru marki við á 84. mínútu en Valur var mun sterkari aðilinn í leiknum og átti Guðjón Pétur Lýðsson meðal annars skot í stöng í leiknum.

Óttar Ásbjörnsson minnkaði muninn í uppbótartíma sem skrifast verður á Anton Ara Einarsson markvörð Vals sem hikaði þegar hann átti að handsama fyrirgjöf Vignis Snæs Stefánssonar örugglega.

Fyrr í dag gerðu Leiknir Fáskrúðsfirði og Fram 4-4 jafntefli í riðli 4. Voru þetta fyrstu stig beggja liða.

Leiknir var 3-0 yfir í hálfleik með tveimur mörkum Almars Daða Jónssonar og marki Hilmars Freys Bjartþórssonar.

Ivan Bubalo og Helgi Guðjónsson minnkuðu muninn fyrir Fram í 3-2 áður en Almar Daði fullkomnaði þrennu sína þegar 24 mínútur voru til leiksloka.

Bubalo minnkaði muninn á ný fyrir Fram áður en Arnór Daði Aðalsteinsson tryggði Fram jafntefli með marki á síðustu mínútu leiksins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira