Fótbolti

Allt stefnir í einvígi PSG og Monaco í Frakklandi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
vísir/getty

Monaco og PSG unnu leiki sína í dag í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Monaco er á toppi deildarinnar með 71 stig þegar átta umferðir eru eftir. PSG er í öðru sæti með 68 stig og stefnir allt í einvígi liðanna þó Nice sé með 64 stig í þriðja sæti.

Monaco van Caen í dag með tveimur mörkum Kylian Mbappe og vítaspyrnu Fabinho.

PSG lagði Lyon 2-1 á heimavelli í kvöld.

Lyon sem er í fjórða sæti deildarinnar með 50 stig komst yfir með marki Aleandre Lacazette á 6. mínútu.

Adrien Rabiot jafnaði metin á 34. mínútu og sex mínútum síðar kom Julian Draxler PSG yfir og staðan í hálfleik 2-1.

Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik og PSG því enn þremur stigum á eftir Monaco á toppi deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira