Fótbolti

Allt stefnir í einvígi PSG og Monaco í Frakklandi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
vísir/getty

Monaco og PSG unnu leiki sína í dag í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Monaco er á toppi deildarinnar með 71 stig þegar átta umferðir eru eftir. PSG er í öðru sæti með 68 stig og stefnir allt í einvígi liðanna þó Nice sé með 64 stig í þriðja sæti.

Monaco van Caen í dag með tveimur mörkum Kylian Mbappe og vítaspyrnu Fabinho.

PSG lagði Lyon 2-1 á heimavelli í kvöld.

Lyon sem er í fjórða sæti deildarinnar með 50 stig komst yfir með marki Aleandre Lacazette á 6. mínútu.

Adrien Rabiot jafnaði metin á 34. mínútu og sex mínútum síðar kom Julian Draxler PSG yfir og staðan í hálfleik 2-1.

Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik og PSG því enn þremur stigum á eftir Monaco á toppi deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira