Innlent

Guðni skipti um skoðun og bauð Tinnu til fundar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tinna Brynjólfsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson munu hittast í dag.
Tinna Brynjólfsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson munu hittast í dag.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun í dag hitta Tinnu Brynjólfsdóttur á fundi á skrifstofu forseta við Sóleyjargötu í Reykjavík. Tinna hafði óskað eftir fundi með Guðna en hann svaraði erindi hennar á þá leið á honum væri ekki heimilt að hlutast til um málefni einstaklinga sem telja á sér brotið í stjórnkerfinu. Benti hann á að í því ljósi væri ekki skynsamlegt að þau myndu eiga fund.

Tinna er eiginkona Magnúsar Arnar Arngrímssonar sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti í hinu svokallaða BK-máli í desember 2015 auk þess sem hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Aurum-málinu í héraðsdómi í nóvember árið 2016.

Tinna skrifaði grein á Vísi sem birtist í gær um samskipti sín við forseta og vakti mikla athygli. Hún gagnrýndi ákvörðun forseta mjög um að neita að hitta hana og í kjölfarið birtist önnur grein á Vísi eftir Ingibjörgu Kristjánsdóttur, eiginkonu Ólafs Ólafssonar, þar sem hún tók undir sjónarmið Tinnu. Ólafur var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Hæstarétti í Al Thani-málinu í febrúar 2015.

Samkvæmt heimildum Vísis hafði embætti forseta Íslands samband við Tinnu í gær og bauð henni til fundar við Guðna. Forsetinn skipti því um skoðun, Tinna þáði boðið og mun eins og áður segir hitta hann síðdegis í dag.


Tengdar fréttir

Fékk ekki fund með forsetanum

Ég ákvað að senda forsetanum línu því hann á víst að vera svo mikið til í að hitta og spjalla við fólkið sitt í landinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira