Körfubolti

Fimmta villan hjá Martin breytti öllu í Íslendingaslagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson og félagar unnu dramatískan sigur í kvöld.
Haukur Helgi Pálsson og félagar unnu dramatískan sigur í kvöld. vísir/anton

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Rouen unnu dramatískan eins stigs endurkomusigur á Charleville-Mézières, 85-84,  í frönsku b-deildinni í körfubolta í kvöld.

Charleville-Mézières virtist vera með unninn leik þegar fimm mínútur voru eftir en  Rouen-liðið vann síðustu fimm mínútu leiksins 24-8.

Haukur Helgi Pálsson var með 11 stig, 5 stoðsendingar, 5 fiskaðar villur, 3 fráköst og 2 stolna bolta í kvöld.

Martin Hermannson lék aðeins 25 mínútur vegna villuvandræða en var flottur á þessum 25 mínútum með 17 stig og 75 prósent skotnýtingu (6 af 8).

Charleville-Mézières vann þær 25 mínútur sem Martin spilaði með 22 stigum en tapaði mínútum sem hann sat á bekknum með 23 stigum.þ

Haukur Helgi Pálsson skoraði körfu og fiskaði fimmtu villuna á Martin Hermannsson þegar 4:454 voru eftir að leiknum.

Haukur Helgi og félagar voru fimmtán stigum undir þegar Haukur skoraði þessa stóru körfu. Hann setti niður vítið, minnkaði muninn í tólf stig, 76-64, og kveikti í sínum mönnum.

Charleville-Mézières hafði unnið þriðja leikhlutann 25-6 en leikur liðsins hrundi við það að missa Martin af velli.
Fleiri fréttir

Sjá meira