Íslenski boltinn

Viðar Ari seldur til Brann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar Ari í leik með Fjölni síðasta sumar.
Viðar Ari í leik með Fjölni síðasta sumar. vísir/hanna

Fjölnir hefur gengið frá sölu á Viðari Ara Jónssyni til Brann.

Viðar gerði þriggja ára samning við Brann sem endaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra.

Samhliða sölunni á Viðari þá hafa félögin tvö gert með sér samkomulag um frekara samstarf sem felst m.a. í því að Fjölnir mun senda efnilega leikmenn til æfinga hjá Brann.

Viðar heldur til La Manga á Spáni á miðvikudaginn þar sem hann hittir fyrir nýju liðsfélaga sína í æfingaferð.

Viðar, sem verður 23 ára á föstudaginn, sló í gegn sumarið 2015 þegar hann lék sem vinstri bakvörður. Síðasta sumar var hann svo færður yfir í stöðu hægri bakvarðar og spilaði enn betur þar. Viðar hefur leikið 53 leiki fyrir Fjölni í efstu deild og skorað eitt mark.

Viðar hefur leikið tvo A-landsleiki, báða á þessu ári. Hann lék einnig sjö leiki með U-21 árs landsliðinu.Fleiri fréttir

Sjá meira