Innlent

Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður

Birgir Olgeirsson skrifar
Um er að ræða sama byggingarkrana og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn.
Um er að ræða sama byggingarkrana og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. Vísir/Eyþór

„Kraninn stendur uppréttur enn þá,“ segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um byggingarkranann ótrausta sem varð þess valdandi að lögreglan ákvað að loka fyrir umferð í Bæjarlind í Kópavogi.

Ástæðan er byggingarkrani sem talið er að hætta stafi af, en opnað verður fyrir umferð að nýju þegar veður tekur að lægja.

Gunnar segir að um sé að ræða sama krana sem varð þess valdandi að loka þurfti fyrir umferð í Bæjarlind í Kópavogi í hvassviðrinu 8. febrúar síðastliðinn.

„Veðrið mun ná hámarki klukkan eitt og við opnum götuna um leið og veðrinu slotar,“ segir Gunnar. „Kraninn er ekki í lagi, þess vegna lokum við,“ segir Gunnar.

Hann segir eiganda kranans hafa fengið fyrirmæli um að taka kranann niður sem hann sinnti ekki.

Gunnar segir vinnueftirlitið hafa mál eiganda byggingarkranans á sínum snærum. „Þetta er mjög bagalegt því þetta er verslunarhverfi,“ segir Gunnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira