Innlent

Tugir hafa fest bíla sína í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins

Birgir Olgeirsson skrifar
"Menn hafa aðstoðað hvorn annan og lögreglumenn í efri byggðum hafa aðstoðað fólk að losa bíla.“
"Menn hafa aðstoðað hvorn annan og lögreglumenn í efri byggðum hafa aðstoðað fólk að losa bíla.“ Vísir/Anton Brink

Umferð hefur gengið ágætlega fyrir sig á höfuðborgarsvæðinu í dag þrátt fyrir óveðrið. Í efri byggðum hafa hins vegar komið upp tilvik þar sem ökumenn hafa fest bíla sína. Við Kjalarnes, á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut er hins vegar stórhríð og ekkert ferðaveður.

Árni Friðleifsson, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir tugi ökumanna hafa fest bíla sína í ófærð í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins.

„En það hafa ekki verið nein stór vandamál. Menn hafa aðstoðað hvorn annan og lögreglumenn í efri byggðum hafa aðstoðað fólk að losa bíla,“ segir Árni.

Hann segir ekki mikið um árekstra miðað við veður, og hafa engin alvarleg slys orðið.

„Þessu veðri var spáð og a færð gæti spillst. Það hefur gengið eftir nánast að öllu leyti fyrir utan það að veðrið skall á fyrr en búist var við,“ segir Árni.

Búist er við að veðrið nái hámarki klukkan eitt í dag en gangi ekki niður fyrr en á milli 16 og 18.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira