Íslenski boltinn

FH með fullt hús stiga | KA vann nauman sigur

Kristján Flóki Finnbogason skoraði í dag.
Kristján Flóki Finnbogason skoraði í dag. vísir/eyþór

Íslandsmeistararnir í FH byrja Lengjubikarinn vel en FH vann annan leikinn í röð 2-1 gegn Víking Reykjavík í dag og er því með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í riðli 1 í A-deild.

Emil Pálsson kom FH yfir með snyrtilegu skallamarki eftir fyrirgjöf Böðvars Böðvarssonar en FH bætti við öðrum marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Kristján Flóki Finnbogason skoraði eftir mistök í vörn Víkinga.

Arnþór Ingi Kristinsson náði að minnka muninn eftir aukaspyrnu Ívars Arnars Jónssonar en korteri fyrir leikslok misstu FH-ingar Emil af velli þegar hann fékk annað gula spjald sitt.

Þrátt fyrir að leika gegn tíu leikmönnum komust leikmenn Víkings ekki lengra og fögnuðu FH-ingar því sigri.

Sjá einnig: Jafnt hjá Breiðablik og Grindavík

Í seinni leik dagsins vann KA 2-1 sigur á Gróttu í Akraneshöllinni en Ásgeir Sigurgeirsson skoraði bæði mörk KA í leiknum. Kom hann Akureyringum yfir á 9. mínútu og bætti við á 47. mínútu.

Seltirningum tókst að minnka muninn á 56. mínútu en þeim tókst ekki að nýta sér að leika manni fleiri síðustu mínúturnar eftir að Aleksandar Trinic var vikið af velli með beint rautt spjald á 87. mínútu.

Grótta er því áfram án stiga í 1 riðli A-deildar en KA er komið á blað með þrjú stig.

Upplýsingar um markaskorara koma frá Fotbolti.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira