Lífið

Ricky Gervais skemmtir á Íslandi í apríl

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einn þekktasti grínisti heims á leiðinni til landsins.
Einn þekktasti grínisti heims á leiðinni til landsins.

Grínistinn Ricky Gervais mun koma fram í Hörpu með uppistandsýningu sína Humanity en frá þessu greinir Bretinn í Facebook-færslu.

Gervais hefur síðastliðin áratug verið einn allra vinsælasti grínisti heims en hann sló fyrst í gegn í þáttunum Office á BBC. Þar fór hann með aðalhlutverkið og skrifaði einnig þættina.

Hann hefur meðal annars verið í hlutverki kynnis á Golden Globe-verðlaununum í nokkur skipti og alltaf þótt standa sig mjög vel.

Á Facebook kemur fram að sýning Gervais verði í Hörpu þann 20. apríl.
Fleiri fréttir

Sjá meira