Íslenski boltinn

Jafnt hjá KR og Selfossi | Leiknir vann granna sína

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pálmi Rafn var á skotskónum gegn Selfossi.
Pálmi Rafn var á skotskónum gegn Selfossi. vísir/hanna

Tveir leikir fóru fram í riðli 2 í Lengjubikar karla í dag. Leikirnir fóru báðir fram í Egilshöllinni.

KR og Selfoss skildu jöfn, 2-2. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik.

Ivan Martinez Gutierrez kom Selfyssingum yfir á 11. mínútu en Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin á þeirri tuttugustuogníundu.

Óskar Örn Hauksson kom KR yfir á 42. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði James Mack metin í 2-2. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin sættust á skiptan hlut.

Í hinum leik dagsins vann Leiknir R. 1-2 sigur á Fylki í Reykjavíkurslag. Bæði þessi lið leika í Inkasso-deildinni í sumar.

Ingvar Ásbjörn Ingvarsson kom Leikni yfir á 22. mínútu en Oddur Ingi Guðmundsson jafnaði metin fimm mínútum fyrir hálfleik.

Það var svo Sævar Atli Magnússon sem skoraði sigurmark Leiknismanna á 56. mínútu. Lokatölur 1-2, Breiðhyltingum í vil.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira