Viðskipti innlent

Ólafur Teitur hættir í álinu og aðstoðar ráðherra

Haraldur Guðmundsson skrifar
Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
Ólafur Teitur Guðnason hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Ólafur starfaði áður sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto á Íslandi hf., sem rekur álverið í Straumsvík. Þar áður var hann fréttamaður, fyrst hjá RÚV, þá DV og loks Viðskiptablaðinu, og síðar fjölmiðlafulltrúi Straums-Burðaráss fjárfestingabanka.

„Meðal annarra verkefna má nefna að hann var í stjórn Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, frá stofnun 2011 og til ársins 2015. Hann hafði ásamt fleirum umsjón með Sunnudagsþættinum á Skjá einum árin 2004-2006, þýddi á íslensku ævisögu Maós eftir Jung Chang og Jon Halliday sem kom út árið 2007, ritstýrði ritgerðasafni um alla forsætisráðherra Íslands sem kom út árið 2004 og gerði níu útvarpsþætti um sögu hljómsveitarinnar Pink Floyd fyrir Rás 2. Þá hefur hann haldið erindi í námskeiðum hjá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Ólafur Teitur er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og með BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands en tók hluta námsins við Albert-Ludwigs háskólann í Freiburg í Þýskalandi. Ólafur Teitur er fæddur 1973, eiginkona hans er Engilbjört Auðunsdóttir viðskiptafræðingur og eiga þau tvo syni," segir í tilkynningu ráðuneytisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×