Viðskipti innlent

Guðmundur Kristján ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Guðmundur Kristján Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Guðmundur Kristján Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Guðmundur Kristján Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þorgerður verður því með tvo aðstoðarmenn, en Páll Rafnar Þorsteinsson var í síðustu viku ráðinn aðstoðarmaður hennar.

Guðmundur  lætur af störfum sem framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Borgarbrags ehf sem hann stofnaði og rekur ásamt Pétri H. Marteinssyni. Áður starfaði Guðmundur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og sem pistlahöfundur á Fréttablaðinu. Guðmundur starfaði um árabil sem húsasmiður, m.a. við innréttingasmíði, trésmíði og mótauppslátt.

Guðmundur lauk BES. gráðu í umhverfisfræðum með áherslu á borgarskipulag frá University of Waterloo í Kanada árið 2016, að því er segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Helstu rannsóknarefni hans voru loftslags- og lýðheilsumál. Hann lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og sveinsprófi í húsasmíði frá Tækniskólanum í Reykjavík.

Guðmundur er fæddur árið 1988 og er kvæntur Heiðu Kristínu Helgadóttur, framkvæmdastjóra og stjórnmálafræðingi. Hann á tvo stjúpsyni.


Tengdar fréttir

Páll Rafnar aðstoðar Þorgerði Katrínu

Páll Rafnar Þorsteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×