Lífið

Festi GoPro á hundinn og sýndi í leiðinni tillitsleysi fólks gagnvart blindum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Patel leyfir fólki að koma með sér í ferðlag um London.
Patel leyfir fólki að koma með sér í ferðlag um London.

Amit Patel er 37 ára blindur maður sem búsettur er í London. Hann fer allar sýnir leiðir með almenningssamgöngum og er það stundum hægara sagt en gert þegar hann sér ekkert.

Patel missti sjónina árið 2012 og hefur hann undanfarið ár fengið aðstoð frá blindrahundinum Kika til að komast ferðir sínar.

Hann ákvað á dögunum að setja GoPro myndavél á hundinn sinn til að sýna fram á tillitsleysis sem fólk sýnir honum oft á tíðum.

Niðurstaðan er í raun sláandi og greinir hann ítarlega frá niðurstöðunum á Twitter-reikningi Kika eins og sjá má hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira