Lífið

„Krabbameinið er fokking fokk“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Olga sýndi ótrúlegt hugrekki í fyrsta þættinum.
Olga sýndi ótrúlegt hugrekki í fyrsta þættinum.

„Ég er með eitt húðflúr á löppinni sem er pínulítið mitt einkennismerki, og þar stendur Fuck Cancer,“ segir Olga Steinunn Stefánsdóttir sem missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein.

Hún var til umfjöllunar í fyrsta þættinum af Flúr & Fólk á Stöð2 og í þættinum fékk Olga sér fallegt flúr yfir örið. Hana langaði að sýna öðrum konum sem hafa gengið í gegnum það sama að það eru til aðrir möguleikar en að fara í uppbyggingu.

„Ég hef mikið bloggað um mín veikindi og enda allar mínar færslur á orðunum fuck cancer. Mér finnst þetta mjög viðeigandi, því þetta er fokking fokk.“

Húðflúrarinn Mason Coriell sá um hönnun húðflúrsins og heppnaðist það virkilega vel. Um var að ræða blóm sem var húðflúrað yfir ör hennar.

Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum sem hófst síðastliðin fimmtudag. Tökur á þáttunum fóru fram síðastliðið sumar en þegar auglýst var eftir þátttakendum í vor sem voru tilbúnir að koma í þáttinn og fá húðflúr sóttu tæplega 1.500 manns um að fá að vera með. Þættirnir verða sex talsins en alls fá 12 einstaklingar flúr í þáttunum.

Flestir eru mættir til að fá ný flúr yfir önnur eldri sem þeir eru óánægðir með. Auk þess fá nokkrir flúr yfir ör og tveir voru valdir til að koma í þáttinn sem svokallaður „auður strigi” og gefa listamönnunum frjálsar hendur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira