Lífið

Justin Bieber snýr aftur til 2010

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Justin Bieber er greinilega farinn að meta einfaldleikann.
Justin Bieber er greinilega farinn að meta einfaldleikann. Vísir/Getty

Justin Bieber hefur snúið aftur til ársins 2010 og ber nú sömu hárgreiðslu og hann gerði í upphafi frægðar sinnar enda um klassíska hárgreiðslu að ræða. Þetta kemur fram inn á TMZ slúðurfréttaveitunni.

Bieber aðdáendur sem söknuðu gamla hárlubbans geta því tekið gleði sína á ný. Hárgreiðslan virðist fara honum prýðilega og virðist sem svo að hans náttúrulegi hárlitur sé að skína aftur í gegn. Eins og sannir aðdáendur vita þá hefur Bieber verið óhræddur að prófa sig áfram í hártískunni en það verður að segjast að þessi hárgreiðsla sé í einfaldari kantinum. 

Nú er bara spurning hvað hann gerir næst. 
Fleiri fréttir

Sjá meira