Lífið

Justin Bieber snýr aftur til 2010

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Justin Bieber er greinilega farinn að meta einfaldleikann.
Justin Bieber er greinilega farinn að meta einfaldleikann. Vísir/Getty

Justin Bieber hefur snúið aftur til ársins 2010 og ber nú sömu hárgreiðslu og hann gerði í upphafi frægðar sinnar enda um klassíska hárgreiðslu að ræða. Þetta kemur fram inn á TMZ slúðurfréttaveitunni.

Bieber aðdáendur sem söknuðu gamla hárlubbans geta því tekið gleði sína á ný. Hárgreiðslan virðist fara honum prýðilega og virðist sem svo að hans náttúrulegi hárlitur sé að skína aftur í gegn. Eins og sannir aðdáendur vita þá hefur Bieber verið óhræddur að prófa sig áfram í hártískunni en það verður að segjast að þessi hárgreiðsla sé í einfaldari kantinum. 

Nú er bara spurning hvað hann gerir næst. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira