Lífið

Tvíburar aðskildir við fæðingu brotnuðu niður þegar þær hittust í fyrsta skipti eftir tíu ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnað augnablik.
Magnað augnablik.

Fyrir tíu árum síðan voru tvær kínverskar stelpur gefnar til ættleiðingar og enduðu þær báðar í Bandaríkjunum. Um er að ræða tvíbura sem hittust í fyrsta skipti í morgunþættinum Good Morning America í gær en þær heita Audrey Doering og Gracie Rainsberry.

Þær hafa alist upp sitthvoru megin í Bandaríkjunum en Audrey er frá Wausau, Wisconsin og Gracie frá Richland, Washington og eru því um 2500 kílómetrar á milli þeirra.

Þær föðmuðust í fyrsta skipti á ævinni í beinni útsendingu  en foreldarar Audrey Doering áttuðu sig fyrst á því að dóttir þeirra ætti tvíburasystur í desember.

Hér að neðan má sjá þetta fallega augnablik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.