Innlent

Leysi deiluna við tónlistarkennara

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna.
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna. Vísir/Pjetur

„Krafa tónlistarskólakennara er hógvær, að njóta sömu launakjara og kennarar við aðrar skólagerðir,“ segir í ályktun kennara við Tónlistarskóla Árnesinga. Þeir „harmi það frost“ sem einkennt hafi viðræður við samninganefndir sveitarfélaga.

 „Ef fer sem horfir, að tónlistarskólakennarar haldi áfram að dragast aftur úr í launakjörum miðað við önnur aðildarfélög KÍ, er hætt við að þeir hverfi til annarra starfa og að það hafi áhrif og bitni á tónlistarfræðslu komandi ára. Það sem tekið hefur áratugi að byggja upp, má eyðileggja á örskotsstundu,“ segja kennararnir.

Bæjarráð Hveragerðis segist hvetja „deiluaðila að leita allra leiða til að ná samkomulagi hið allra fyrsta“.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.