Lífið

Gummi Ben kjaftstopp eftir að hafa bragðað á eigin sósu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta hefur ekki verið góð sósa.
Þetta hefur ekki verið góð sósa.
Ísskápastríð er nýr og skemmtilegur matreiðsluþáttur í umsjón Evu Laufeyjar og Gumma Ben sem jafnframt gegna hlutverki liðsstjóra.

Þátturinn hóf göngu sína á Stöð 2 fyrir nokkrum vikum og hefur hann slegið í gegn. Í þættinum í gær voru keppendur leikararnir Gunnar Hansson og Júlíana Sara Gunnarsdóttir.

Eva Laufey var Gunnari í liði og Gummi Ben fékk þann heiður að vera með Júlíönu. Keppnin var þrískipt og þurftu liðin að útbúa forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Neðst í fréttinni má sjá hvernig til tókst með aðalréttinn.

Það gekk nokkuð vel hjá Gunna og Evu en sósan vafðist eitthvað fyrir Gumma Ben. Svo mikið að Eva Laufey, Hrefna Sætran og Siggi Hall þurftu öll að aðstoða. Hér að neðan má sjá þetta stórkostlega atriði.


Tengdar fréttir

Svavar Örn gekk fram af Ingu Lind

Ísskápastríð er nýr og skemmtilegur matreiðsluþáttur í umsjón Evu Laufeyjar og Gumma Ben sem jafnframt gegna hlutverki liðsstjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×