Innlent

Bjarni: Einkennilegt að ræða um fimm flokka stjórn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson funduðu í Alþingishúsinu klukkan 17 í dag.
Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson funduðu í Alþingishúsinu klukkan 17 í dag. Vísir/Anton
„Við höfum ekkert dæmi um það í lýðveldissögunni að þriggja flokka stjórn lifi og ég segi að það sé það nesti sem fimm flokka stjórnin fær,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Bjarni fundaði með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, nú síðdegis. Hann segir Katrínu hafa lýst yfir vilja á fjölflokka stjórn frá vinstri til miðju, sem Bjarna segist þykja einkennilegt.

„Mér finnst mjög einkennilegt á Íslandi í dag að menn séu að ræða um fimm flokka stjórn þegar það eru jafn margir möguleikar á þriggja flokka stjórn og raun ber vitni. […] Það er allt undir þessu fólki komið, þannig að þetta verður bara að koma í ljós,“ segir hann.

Katrín fundaði í dag með formönnum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi, en mun hún mun nú funda með þingflokki Vinstri grænna í kvöld.


Tengdar fréttir

Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks

Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart

Katrín fetar í fótspor Steingríms Hermannssonar

Takist Katrínu Jakobsdóttur að mynda fimm flokka ríkisstjórn verður það annað sinn sem slík stjórn hefur verið mynduð frá stofnun lýðveldisins. Sú fyrsta var við völd á árunum 1988 til 1991 undir stjórn Steingríms Hermannssonar þáverandi formanns Framsóknarflokks.

Katrín þreifar á flokkunum

Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×