Innlent

Lokatölur í Suðvestur: Vilhjálmur Bjarnason nær endurkjöri

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ljóst er að Vilhjálmur Bjarnason nær endurkjöri sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins nú þegar lokatölur liggja fyrir í Suðvesturkjördæmi.
Ljóst er að Vilhjálmur Bjarnason nær endurkjöri sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins nú þegar lokatölur liggja fyrir í Suðvesturkjördæmi. Vísir/GVA

Ljóst er að Vilhjálmur Bjarnason nær endurkjöri sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins nú þegar lokatölur liggja fyrir í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn hlaut 18049 atkvæði eða 33,9 prósent í kjördæminu.

Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi var 80,1% og eru Píratar næst stærsti flokkurinn í kjördæminu með 13,6% og tvo kjörna þingmenn.

Eins og staðan er núna er Samfylkingin ekki með neinn þingmann í kjördæminu en Árni Páll Árnason oddviti flokksins gæti dottið inn á lokametrunu sem jöfnunarþingmaður. 

Eins og tölurnar standa núna er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn á þingi með 29 prósent atkvæða á landsvísu. Vinstri græn koma þar á eftir með 16,2 prósent atkvæða á landinu öllu og þá koma Píratar með 14,6 prósent. Framsókn og Samfylkingin tapa miklu á landsvísu og hljóta nú sína verstu kosningu í sögunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira