Sport

Kvennalandsliðið tryggði sér þátttökurétt á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kvennalandsliðið í keilu.
Kvennalandsliðið í keilu. mynd/keilusambandið
Íslenska kvennalandsliðið í keilu endaði í þrettánda sæti á EM á dögunum en sá árangur dugði til þess að fleyta liðinu inn á HM sem fram fer í Kuwait á næsta ári.

Alls tóku 25 þjóðir þátt á EM og fimmtán efstu þjóðirnar fara á HM.

Íslensku stelpurnar voru með tvö lið í þremenningi. Ísland 1 sem endaði í 13. sæti. Katrín Fjóla Bragadóttir KFR var með 186 í meðaltal. Ástrós Pétursdóttir ÍR með 192 og Dagný Edda Þórisdóttir KFR með 193.

Ísland 2 endaði í neðsta sæti en þar var Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR með 158 í meðaltal, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 172 og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 154 .

Ísland endaði í 13. sæti í liðakeppninni eins og áður segir. Fyrir Íslands hönd spiluðu Ástrós Pétursdóttir ÍR með 197 í meðaltal, Katrín Fjóla Bragadóttir KFR 183, Dagný Edda Þórisdóttir KFR 177 og Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 167.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×