Sport

28 ára löng bið Breta eftir gulli á enda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Peaty er ríkjandi Ólympíu-, heims- og Evrópumeistari.
Peaty er ríkjandi Ólympíu-, heims- og Evrópumeistari. vísir/getty
Adam Peaty er ein af stjörnum Ólympíuleikanna í Ríó til þessa en þessi 21 árs gamli breski sundmaður vann nú fyrir skömmu til gullverðlauna í 100 metra bringusundi.

Peaty vann ekki bara úrslitasundið heldur kom hann í bakkann á nýju heimsmeti, 57,13 sekúndum. Hann sló þar með eigið met sem hann setti í undanrásunum í fyrradag.

Peaty varð fyrsti Bretinn til að ná í gullmedalíu á Ólympíuleikunum í Ríó í ár og jafnframt fyrsti breski sundmaðurinn sem vinnur til gullverðlauna á ÓL í 28 ár.

Adrian Moorhouse vann gull í 100 metra bringusundi á ÓL í Seúl 1988 en síðan tók við löng bið eftir næsta gulli sem lauk ekki fyrr en í nótt.

Þess má svo geta að sænska sundkonan Sarah Sjöström setti nýtt heimsmet í 100 metra flugsundi þegar hún synti á 55,48 sekúndum í úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×