Sport

Brasilía skellti Póllandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brasilía fagnar í leiknum gegn Póllandi í gær.
Brasilía fagnar í leiknum gegn Póllandi í gær. vísir/getty
Öll úrslit í handboltakeppni Ólympíuleikanna voru ekki eftir bókinni í gær.

Óvæntustu úrslitin voru sigur Brasilíu á liði Póllands. Vitað var að heimamenn myndu tefla fram frambærilegu liði en þessi úrslit komu eigi að síður á óvart.

Fjölþjóðlegt lið Katar gerði sér síðan lítið fyrir og pakkaði Króatíu saman. Zarko Markovic skoraði 10 mörk fyrir Katar og Rafael Capote 6.

Úrslit:

Frakkland-Túnis  25-23

Slóvenía-Egyptaland  27-26

Pólland-Brasilía  32-34

Danmörk-Argentína  25-19

Svíþjóð-Þýskaland  29-32

Króatía-Katar  23-30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×