Sport

Strákarnir hans Dags og Anton Sveinn í beinni á Vísi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lið Dags vann sinn fyrsta leik gegn Svíum og ætlar að ná öðrum sigri í dag.
Lið Dags vann sinn fyrsta leik gegn Svíum og ætlar að ná öðrum sigri í dag. vísir/getty
Það er mikið um að vera á Vísi í dag og við munum meðal annars sýna tvo handboltaleiki í beinni útsendingu.

Vísir mun sýna afar áhugaverðan leik á milli Katar og Frakklands sem og leiks Þýskalands og Póllands.

Sundið hjá Antoni Sveini McKee í 200 metra bringusundi verður einnig í beinni.

Leikur Frakka og Katar hefst 12.30 en leikur Þýskalands og Póllands er klukkan 14.30. Anton Sveinn hendir sér svo í laugina klukkan 16.50.

Á Ólympíurás Vísis verður svo dagskráin svona:

13.00 Hokkí karla: Nýja-Sjáland - Spánn

15.00 Körfubolti kvenna: Ástralía - Frakkland

17.15 Sundknattleikur kvenna: Rússland - Ástralía

19.00 Dýfingar kvenna: Úrslit í samhæfðum dýfingum af 10 m palli

20.15 Skylmingar karla: Úrslit (individual épée)

22.00 Lyftingar karla: Úrslit í 69kg flokki




Fleiri fréttir

Sjá meira


×