Sport

Anton Sveinn tveimur sætum frá undanúrslitunum | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Sveinn í Ólympíuþorpinu.
Anton Sveinn í Ólympíuþorpinu. vísir/anton
Íslenski sundmaðurinn Anton Sveinn McKee náði 18. besta tímanum í undanrásum í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann syndir því ekki í undanúrslitunum í nótt.

Anton Sveinn McKee kom í mark á 2:11.39 sem er meira sekúndu hægar en Íslandsmet hans.

Anton Sveinn McKee gerði betur en í 100 metra bringusundinu þar sem hann endaði bara í 35. sæti. Það dugði samt ekki til því hann var tveimir sætum frá undanúrslitum.

Anton Sveinn var óánægður með það sund og kom sterkari til baka í dag. Hann hefði þurft að synda fjórtán sekúndubrotum hraðar til að komast áfram.

Anton Sveinn varð í þrettánda sæti í 200 metra bringusundi á HM í Kazan fyrir rúmu ári síðan. Hann setti þá Íslandsmet með því að synda á 2;10,21 mín.

Hann hefur því lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó þetta árið, en nánar verður rætt við Anton á Vísi síðar í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×