Innlent

Ung kanadísk stúlka ferðast um heiminn og syngur þjóðsöngva á tungu innfæddra

Ung kanadísk stúlka, Capri Everitt, hefur síðastliðna átta mánuði ferðast ásamt fjölskyldu sinni til 79 landa og sungið þjóðsöng viðkomandi lands á þeirra tungumáli.

Capri söng í dag þjóðsöng Íslands fyrir framan Hallgrímskirkju ásamt hópi barna frá leikskólanum Rauðuborg.

Tilgangur hennar með þessu er að minna á að víða í heiminum séu börn sem minna mega sín og í leiðinni safna fyrir SOS barnaþorp.

Ísland er næstsíðasti viðkomustaður fjölskyldunnar en ferðalaginu lýkur í Washington þann 12. ágúst næstkomandi þar sem bandaríski þjóðsöngurinn verður sunginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.