Lífið

Páll Óskar verður með fjögurra klukkustunda ball á Mýrarboltanum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Palli treður upp á Mýrarboltanum.
Palli treður upp á Mýrarboltanum. vísir
Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta verður haldið á sínum stað á Ísafirði um verslunarmannahelgina í ár en þessi keppni hefur verið vinsæl síðustu ár.

Fjölmörg tónlistaratriði verða um helgina og hefur nú dagskráin verið ákveði og sett saman:

Föstudagur

Steinar

Aron Can

Erpur/Blaz Roca

Laugardagur

Stuðlabandið

Sunnudagur 

Páll Óskar

Í ár verða tvö armbönd til sölu í tengslum við Mýrarboltann. Keppnisarmband fyrir þá sem ætla að keppa í mýrarboltanum og Tónleikaarmband fyrir þá sem ætla á djammið og skemmta sér á tónleikum. Þeir sem ætla gera bæði, þurfa að kaupa bæði armböndin.

Hápunktur hátíðarinnar verður fjögurra klukkustunda ball með Páli Óskari á sunnudagskvöldið.

Miðaverðið fyrir keppnisarmband er 5.500 kr.-

Innifalið:



·         Þátttaka í skemmtilegasta íþróttamóti landsins.

·         Frítt í rútu til og frá Tungudal til klukkan 18.00. Eftir það kostar 500 kr.*

Miðaverð fyrir Tónleikaarmband er 6.000 kr.-

Innifalið:

·         Aðgangur að öllum dúndurböllunum sem eru á Ísafirði um verslunarmannahelgina.

·         Frítt í rútu til og frá Tungudal til klukkan 18.00. Eftir það kostar 500 kr.*

Skráning í keppnina er í fullum gangi á http://www.Myrarbolti.com og fer miðasala fram á tix.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×