Fótbolti

Geggjuð ljósasýning og veisla við Eiffel-turninn eftir sigur Frakka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá stuðningsmannasvæðinu í kvöld.
Frá stuðningsmannasvæðinu í kvöld. Vísir/AFP
Það er óhætt að segja að stemningin hjá Frökkum sé góð í kvöld eftir 5-2 sigur á Íslendingum í átta liða úrslitum EM í knattspyrnu. 

Mikill mannfjöldi var samankomin á stuðningsmannasvæðinu við Eiffel-turninn og þar var boðið upp á ljósasýningu í hæsta gæðaflokki eftir leik.

Í myndbandinu að neðan má sjá Eiffel-turninn augnablikum eftir leik en turninn hefur verið baðaður í litum þeirrar þjóðar sem vinnur sigur í frönsku höfuðborginni. Í kvöld voru það Frakkar og þeir njóta svo sannarlega augnabliksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×