Lífið

Norska ríkissjónvarpið ber saman Lars við þjálfara Ítalíu í drepfyndnu myndbandi

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Hér má sjá báða þjálfara bregðast við marki sinna manna.
Hér má sjá báða þjálfara bregðast við marki sinna manna. Vísir/NRK
Ríkissjónvarpið í Noregi fylgdist sem og aðrir gaumgæfilega með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta á EM. Bæði birtust fjöldamörg viðtöl við íslensku leikmennina sem og margar umfjallanir á meðan á keppninni stóð.

Fyrir leikinn í gær birti NRK ansi skemmtilegt myndband þar sem Lars Lagerback þjálfari Íslands var borinn saman við Antonio Conte þjálfara Ítalíu. Óhætt er að segja að það sé talsverður munur á því hvernig menn bregðast við því sem er að gerast í leiknum.

Óhætt er að segja að Lagerback og Conte séu algjörar andstæður hvað þetta varðar sem gerir myndbandið sérstaklega fyndið. Munurinn á spennustiginu er gífurlegur eins og sjá má hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×