Fótbolti

Lykilmaður Wales þarf að fresta brúðkaupinu vegna árangursins á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ledley er enn ógiftur.
Ledley er enn ógiftur. vísir/getty
Það voru eflaust ekki margir sem bjuggust við því að Wales kæmist alla leið í undanúrslit á EM 2016 í Frakklandi.

Joe Ledley, einn af lykilmönnum velska liðsins, virðist hafa tilheyrt þeim hópi en hann ætlaði að gifta sig 9. júlí, eða á laugardaginn.

Ledley hefur nú neyðst til að fresta brúðkaupinu um óákveðinn tíma vegna árangurs velska liðsins sem mætir Portúgal í fyrri undanúrslitaleiknum á EM á miðvikudaginn.

Sjá einnig: Robson-Kanu veður í tilboðum

Hinn 29 ára gamli Ledley, sem leikur með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, hefur leikið alla fimm leiki Wales á EM til þessa, þar af fjóra í byrjunarliði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×