Innlent

Banaslys á Reykjanesbraut

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ökumaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.
Ökumaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Vísir
Karlmaður á fertugsaldri lést eftir árekstur vörubifreiðar með tengivagn og bifhjóls á mótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar í Reykjanesbæ í morgun. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu.

Laust eftir klukkan sjö í morgun barst lögreglu Suðurnesja tilkynning um alvarlegt umferðarslys. Bifhjóli sem ekið var suður Reykjanesbrautina og vörubifreið sem var á leið af Hafnavegi norður Reykjanesbraut skullu saman. Ökumaður bifhjólsins var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Ekki urðu slys á ökumanni og farþega í vörubifreiðinni. Lögregla vinnur að rannsókn á tildrögum slyssins með aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Loka þurfti Reykjanesbraut og Hafnavegi í um þrjár klukkustundir í morgun fyrir allri umferð vegna starfa rannsóknaraðila á vettvangi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×