Fótbolti

Skosku stelpurnar sluppu með skrekkinn í Minsk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joanne Love.
Joanne Love. Vísir/Getty
Skoska kvennalandsliðið komst aftur í toppsæti íslenska riðilsins í undankeppni EM 2017 eftir nauman 1-0 útisigur á Hvíta-Rússland í Minsk í dag.

Skoska liðið tapaði 4-0 á móti íslensku stelpunum á föstudagskvöldið en liðið tapaði þá sínum fyrstu stigum í undankeppninni og missti toppsætið til Íslands.

Íslenska liðið getur endurheimt toppsæti riðilsins með sigri á Makedóníu á Laugardalsvellinum seinna í kvöld. Íslensku stelpurnar þurfa einnig þriggja marka sigur til að ná betri markatölu en skoska liðið.

Það var Joanne Love sem skoraði eina mark leiksins strax á 15. mínútu en þetta var sjötta mark hennar í undankeppninni.

Skosku stelpurnar unnu 7-0 sigur á Hvíta-Rússlandi heima í Skotlandi en það voru líklega enn í hálfgerðu sjokki eftir að hafa steinlegið á móti íslensku stelpunum í síðasta leik.

Ísland og Skotland munu síðan halda áfram að keppa um efsta sæti riðilsins þegar undankeppnin hefst að nýju í september en lokaleikurinn er á milli Íslands og Skotlands á Laugardalsvellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×