Fótbolti

Freyr gerir fimm breytingar á liðinu sem burstaði Skota

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir halda sæti sínu í byrjunarliðinu.
Sara Björk Gunnarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir halda sæti sínu í byrjunarliðinu. vísir/stefán
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerir miklar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn á móti Makedóníu í undankeppni EM í kvöld.

Íslenska liðið getur nánast tryggt sér sæti á EM með sigri í leiknum en liðið er að fara að mæta neðsta liðinu í riðlinum og liði sem hefur enn ekki fengið stig í undankeppninni.

Þær sem detta út úr liðinu frá því í 4-0 sigrinum á Skotum eru markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir.

Sandra Sigurðardóttir byrjar í markinu í stað Guðbjargar, Sif Atladóttir kemur inn í miðvörðinn í stað Önnu, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom inn á miðjuna í stað þeirra Dagnýjar og Margrétar Láru og þá er Elín Metta Jensen á hægri kanti í stað Hólmfríðar.

Þær sem halda sæti sínu í liðinu eru Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir.

Sara Björk Gunnarsdóttir tekur við fyrirliðabandinu af Margréti Láru Viðarsdóttur. Tveir leikmenn eru utan hóps að þessu sinni og það eru Sonný Lára Þráinsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir.

Byrjunarliðið er þannig skipað:

Markvörður: Sandra Sigurðardóttir

Hægri bakvörður: Elísa Viðarsdóttir

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Tengiliðir: Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Hægri kantur: Elín Metta Jensen

Vinstri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Framherji: Harpa Þorsteinsdóttir


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×