Sport

Norðurlandameistarar í fyrsta sinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið í áhaldafimleikum.
Íslenska kvennalandsliðið í áhaldafimleikum. vísir
Íslenska kvennalandsliðið var í gær Norðurlandameistarar í áhaldafimleikum í fyrsta sinn í sögunni. Liðið vann sannfærandi sigur, með 3 stiga forystu á Svíþjóð sem hafnaði í öðru sæti.

Agnes Suto varð efst íslensku stúlknanna og náði 3. sætinu í fjölþraut sem er frábær árangur hjá henni, en hún tók bolinn úr hillunni í haust eftir að hafa hætt keppni í tvö ár.

Norðurlandaliðið skipa: Agnes Suto, Dominiqua Alma Belányi, Irina Sazonova, Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir og Tinna Óðinsdóttir.

Stúlknalandsliðið okkar varð í þriðja sæti í unglingaflokki, en keppnin þar hefur aldrei verið eins spennandi. Aðeins munaði 0,1 á efstu þremur liðunum og munurinn á 1. og 2. sæti var óheyrður í fimleikaheiminum, eða aðeins 0,001. Svíar báru sigur úr bítum, Finnar voru í öðru og íslensku stelpurnar tóku bronsið.Íslandsmeistari unglinga, Margrét Lea Kristinsdóttir varð 3ja í fjölþraut.

Íslensku karlarnir kepptu með Valgarð Reinhardsson innanborðs, en hann er að koma aftur eftir erfið meiðsli sem hafa gert honum erfitt fyrir undanfarna níu mánuði. Hann gat þó aðeins keppt á fjórum áhöldum af sex, en stóð sig mjög vel á þeim og varð í 3. sæti á svifrá og keppir þar í úrslitum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×