Fótbolti

Lagerbäck hættir eftir EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Lagerbäck ásamt Guðmundi Hreiðarssyni og Heimi Hallgrímssyni.
Lars Lagerbäck ásamt Guðmundi Hreiðarssyni og Heimi Hallgrímssyni. Vísir/Pjetur
Lars Lagerbäck, sem verið hefur landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu síðan 2011, mun ekki endurnýja samning sinn við KSÍ þegar hann rennur út í sumar. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í dag.

Lagerbäck tilkynnti þegar hann framlengdi síðast að hann myndi hætta eftir EM í Frakklandi en eftir að Ísland tryggði sér þátttökurétt á mótinu kom fram skýr vilji KSÍ að halda honum fram yfir HM 2018 í Rússlandi.

Heimir Hallgrímsson, sem gerði fjögurra ára samning við KSÍ fyrir tveimur árum, verður því einn landsliðsþjálfari Íslands næstu tvö árin eins og upphaflega var áætlað.

Geir Þorsteinsson las upp tilkynningu þess efnis á blaðamannafundi í dag. Lokaleikur Lars Lagerbäck með íslenska landsliðinu verður á EM í sumar.

Meira síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×