Fótbolti

Scholz mætir Brasilíumönnum í Rió

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Scholz, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, er í U-21 liði Dana og fer væntanlega á Ólympíuleikana.
Alexander Scholz, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, er í U-21 liði Dana og fer væntanlega á Ólympíuleikana. Vísir/Getty
Í dag var dregið í riðla í knattspyrnukeppni karla og kvenna á Ólympíuleikunum sem fara fram í Ríó í ágúst.

Að venju fá þau lönd sem unnu sér þátttökurétt í keppninni að senda lið sem er skipuð leikmönnum 23 ára og yngri í keppnina auk þriggja eldri leikmanna.

Efstu fjögur liðin frá EM U-21 liða í Tékklandi síðasta sumar komust í keppnina en þeirra á meðal eru tvær Norðurlandaþjóðir - Danmörk og Svíþjóð sem varð Evrópumeistari.

Danir voru dregnir í sterkan riðil með gestgjöfum Brasilíu, Suður-Afríku og Írak en Alexander Scholz, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, var fastamaður í U-21 liði Dana á mótinu í Tékklandi. Svíar eru með Kólumbíu, Nígeríu og Japan í riðli.

Svíar eiga líka kvennalið á mótinu en þar er Svíþjóð í riðli með Brasilíu, Kína og Suður-Afríku.

Ólympíuleikarnir fara fram í ágúst en sýnt verður frá knattspyrnukeppninni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Knattspyrna karla:

A-riðill

Brasilía

Suður-Afríka

Írak

Danmörk

B-riðill

Svíþjóð

Kólumbía

Nígería

Japan

C-riðill

Fidjí-eyjar

Suður-Kórea

Mexíkó

Þýskaland

D-riðill

Alsír

Portúgal

Hondúras

Argentína

Knattspyrna kvenna:

E-riðill

Brasilía

Kína

Svíþjóð

Suður-Afríka

F- riðill

Kanada

Zimbabwe

Ástralía

Þýskaland

G-riðill

Bandaríkin

Nýja-Sjáland

Frakkland

Kólumbía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×