Sport

Irina og Jón Sigurður Íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleika

Irina Sazonova úr Ármanni varð í dag Íslandsmeistari kvenna í fjölþraut í áhaldafimleikum.
Irina Sazonova úr Ármanni varð í dag Íslandsmeistari kvenna í fjölþraut í áhaldafimleikum. mynd/fimleikasamband íslands
Nú rétt í þessu var að ljúka fyrri keppnisdegi á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum. Í dag var keppt til verðlauna í fjölþraut en á morgun verða Íslandsmeistarar krýndir á einstökum áhöldum.

Íslandsmeistari kvenna varð Irina Sazanova, Ármanni, en hún sigraði með nokkrum yfirburðum með 52.300 stig. Í öðru sæti var Dominiqua Belányi einnig úr Ármanni með 50.450 stig. Í þriðja sæti varð Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir, Björk, með 49.950 Stig. 

Irina er á lokastigum undirbúnings fyrir forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó 2016 en þar mun hún keppa um þátttökurétt á Ólympíuleikunum sem fram fara í ágúst á þessu ári. Árangur hennar er einstakur í íslenskri fimleikasögu og er hún fyrsta konan til að komast í undankeppnina. Sérvalið lið aðstoðarfólks mun fylgja Irinu til Ríó; Vladimir Antonov þjálfari, Berglind Pétursdóttir sjúkraþjálfari og Hlín Bjarnadóttir dómari. Hópurinn leggur af stað til Ríó 12. Apríl en keppnisdagurinn er 16. apríl. Allt er lagt í sölurnar til að tryggja Íslandi sitt fyrast sæti á Ólympíuleikum í áhaldafimleikum kvenna.

Íslandsmeistari karla varð Jón Sigurður Gunnarsson, Ármanni, en hann sigraði nokkuð örugglega með 75.469 stig. Í öðru sæti varð Hrannar Jónsson, Gerplu, með 70.402 stig. Í þriðja sæti varð svo Hróbjartur Pálmar Hilmarsson, Gerplu, með 65.302 stig.

Í unglingaflokki kvenna sigraði Margrét Lea Kristinnsdóttir, Björk og í unglingaflokki karla sigraði Jónas Ingi Þórirsson. 

Úrslit:

Fjölþraut kvenna

1 Irina Sazonova, Ármann, 52.300 stig.

2 Dominiqua Belányi, Ármann, 50.450 stig.

3 Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir, Björk, 49.950 stig.



Fjölþraut unglingaflokkur kvenna

1 Margrét Lea Kristinsdóttir, Björk, 52.200 stig.

2 Thelma Rún Guðjónsdóttir, Fylkir, 48.600 stig.

3 Katharina Sibylla Jóhannsdóttir, Fylkir, 48.550 stig.

Fjölþraut karla

1 Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann, 75.469 stig.

2 Hrannar Jónsson, Gerpla, 70.402 stig.

3 Hróbjartur Pálmar Hilmarsson, Gerpla, 65.302 stig.

Fjölþraut unglingaflokkur karla

1 Jónas Ingi Þórisson, Ármann, 72.434 stig.

2 Aron Freyr Axelsson, Ármann, 70.301 stig.

3 Martin Bjarni Guðmundsson, Gerpla, 66.034 stig.

Keppni heldur áfram á morgun á einstökum áhöldum og hefst kl. 13:00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×