Innlent

Kastljós erlendra fjölmiðla beinist að Íslandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Erlendir miðlar víða um heim fjalla um fund forseta.
Erlendir miðlar víða um heim fjalla um fund forseta. Vísir/Birgir
Kastljósi fjölmiðla heimsins er nú beint að Íslandi vegna Wintris-málsins og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Fjalla margir af helstu fjölmiðlum heimsins um fund forsætisráðherra og forseta Íslands.

Frétt BBC um málið er efst á fréttasíðu vefsins og þar er farið yfir ákvörðun forseta að verða ekki við ósk Sigmundar Davíðs um heimild til þingrofs.

Fréttinn er einnig fyrirferðarmikil á forsíðu The Guardian í Bretlandi en breska blaðið hefur fjallað ítarlega um Ísland og málefni Sigmundar Davíðs undanfarna daga.

Það sama má segja um frétt CNN. Hún er efst á Evrópusíðu fréttastofunnar en þegar fréttin birtist var hún sett í sérstakan BREAKING borða á forsíðu CNN.com.

Mikill áhugi er á framvindu mála hér á Íslandi og voru blaðamenn frá Verdens Gang og DR mættir á Bessastaði í hádeginu til þess að fjalla um fundinn. Þá var sjónvarpsstöðin frá Al-Jazeera með beina útsendingu frá Alþingishúsinu.

Fjölmargir aðrir miðlar fjalla um málið. Tvær af stærstu fréttaveitum heimsins, AP og AFP fjalla um málið. Þá eru viðskiptamiðlarnir Financial Times og Bloomberg með umfjöllun ásamt síðum á borð við Mashable og ABC í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×