Sport

Ólympíustjarna seinheppin í lyftingasalnum | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mattie Rogers
Mattie Rogers Mynd/Instagram-síða Mattie Rogers
Mattie Rogers er framtíðarstjarna Bandaríkjanna í lyftingum en hún hafði ekki alveg heppnina með sér í lyftingasalnum á dögunum.

Mattie Rogers hefur verið í feiknaformi í aðdraganda Ólympíuleikanna í Ríó og í síðasta mánuði bætti hún öll bandarísku metin í sínum þyngdarflokki.

Það er því afar óvenjulegt að sjá Mattie Rogers missa stjórn á stönginni eins og í lyftu hennar hér fyrir neðan.

Þetta var svona dæmigerður mánudagur og sönnun þess að frábærir íþróttamenn geta líka verið svolítið seinheppnir eins og við hin.

Mattie Rogers setti klaufagang sinn inn á Instagram-síðu sína og það hafa mjög margir horft á myndböndin hennar.

Mattie hefur oft náð frábærum lyftum og bætt mörg met á ferli sínum en hún verður líklega frægari fyrir hrikalegar afleiðingar þess þegar hún missti stöngina einu sinni í gólfið.  Stöngin rúllaði af stað og fann sér leið út úr salnum án þess að Mattie Rogers gæti náð til hennar.

Lyfta Mattie Rogers náðist frá tveimur sjónarhornum eins og sjá má í myndböndunum hér  fyrir neðan. Hin tvö myndböndin sýna það síðan hvernig hún fer að þessu á venjulegum degi.

Happy fucking Monday

A video posted by Mattie Rogers ?? (@mattiecakesssss) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×