Innlent

Sérsveitin kölluð til Hveragerðis

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá Hveragerði.
Frá Hveragerði. vísir/vilhelm

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í Hveragerði á tólfta tímanum í dag eftir að íbúi í bænum hafði sagst vera með skotvopn og ætla að nota það.

Sérsveitin mætti á staðinn en þar var um að ræða mann í ójafnvægi. Málið var leyst farsællega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi var um reglubundið ferli að ræða sem fer í gang þegar mál sem þessi koma upp.
Fleiri fréttir

Sjá meira