Innlent

Sérsveitin kölluð til Hveragerðis

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá Hveragerði.
Frá Hveragerði. vísir/vilhelm

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í Hveragerði á tólfta tímanum í dag eftir að íbúi í bænum hafði sagst vera með skotvopn og ætla að nota það.

Sérsveitin mætti á staðinn en þar var um að ræða mann í ójafnvægi. Málið var leyst farsællega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi var um reglubundið ferli að ræða sem fer í gang þegar mál sem þessi koma upp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira